Góðan dag og til hamingju með nýja vinnuviku :)
Kíkti einhver á þegar vitnað var í stelpunna í seinustu viku í DV.....? Mamma og fjölskyldan var mjög ánægð með þennan litla pistil minn hér á undan og það var pabbi víst líka en hvað um það, kíkið á DV á föstudaginn..ath! þetta verður eflaust einungis í þetta eina sinn sem ég bendi fólki á að kíkja á DV, ég gerði undantekningu í þessu (mínu) tilfelli. hananú.
Helgin var fín, not thrilling en fín. Allt föstudagskveldið fór í það að LÆRA og REIKNA tölfræði, ekki alveg nógu spes. Reyndar heyrði ég líka í vinkonu minni sem er mjög veik og grétum við saman í klukkutíma í gegnum símann, frekar erfitt.
Laugardagurinn hófst á því að ég næstum því dó í bílslysi, munaði rétt 2 sek., en nei, æðri máttarvöld voru með mér í bílnum þannig að ég komst heil í prófið á réttum tím. Ég er bara ekki frá því að nokkur tár hafi viljað sleppa en verið bæld niður og komið út í einu penu hnerri, mér gekk ekki vel...reyndar gekk engum vel held ég. Það komu allir í hálfgerðu losti úr prófinu og allir sem ég talaði við féllu á tíma, af 7 dæmum gerði ég 4 og hálft, skemmtilegt það. Þetta setti svoldið stemmingu fyrir deginum. Eftir einkar hressandi próf fór ég að hitta fyrrnefnda vinkonu mína og henti mér inn í hafnarfj. Við knúsuðumst og keyptum snytrivörur...ótrúlegt hvað er lagt á sumar manneskjur, það er víst satt sem sagt er, sjaldan er ein báran stök.
Vinna vinna vinna vinna vinna...á laugardagskveldið.....
Ég og Anna Kristín ákváðum að kíkja út um kvöldið með Unni.is og Rakeli.is, á ekki neitt venjulegt djamm.. Við dressuðum okkur upp (var í pels) og fórum á "hitt" djammið. Við sémsagt gengum í rigningunni á alla "hina" staðina þar sem að það er líka djamm, eða fólkið þar vill víst kalla það djamm, við tókum alveg Clueless snobb pakkann á þetta og gáfu stig ef við þekktum einhvern inni á staðnum og því meira sem við þekktum viðkomandi, því hærri stig. Reyndar beiluðu .is stelpurnar, þeim fannst þetta ekki málið þannig að ég og Anna fórum bara.
Ég að sjálfsögðu rústaði þessari keppni þar sem að ég þekkti ekki neinn. Þetta hófst á Sólon, hryllingur, ekki botninn en hræðilegt engu að síður. Leiðin lá næst á Nellys, sem er reyndar mjög gott húsnæði og því synd að það skuli fara undir svona ekki hressandi..djamm. Hressó tók við af Nellys, svo Da boomkicker, Gaukur á stöng þar sem við sáum stelpur í Buffalo skóm!, Kapital og við enduðum þetta rosa hinsegin djamm á Da Palace, omygod. Mér leið eins og ég væri að brjóta smá part af allri siðferðiskennd sem nokkurn tíma gæti hafa verið hjá mér...Fólk alveg útúr heiminum að reyna að dansa við mjög háværa teknó tónlist sem Mighty Gareth, ber að ofan, stjórnaði ásamt mikið af stropeljósum. Þarna inni sáum við feitar stelpur í felgnum bolum og stuttum pilsum, Manson lið með keðjur út um allt, ofur FM hnakka með aflitað hár,kúlu hálsmen í öllu hvítu og sólgleraugu á höfðinu og svo einn þannig sem var með blóðnasir, hressandi!! Við forðuðum okkur út áður en við ráðist var á okkur og fórum "heim" á Prikið og Kaffibarinn, ahhhh, öruggt umhverfi.
Ég verð nú að játa að ég held að hefði ég verið ofurölvi í strigaskóm og magabol hefði ég nú fílað þetta, ég hefði eflaust misst mig í teknó tónlistinni..leynist ekki lítill teknó haus í okkur öllum?
Ágætis laugardagsdjamm með stelpunum sem endaði heima ´hjá mér, ég og anna mín að horfa á dvd og borða grillaða samloku, svaka fínt. ´
Gærdagurinn fór svo í kærustuna. Við stelpurnar fórum í Kolaportið og fundum nokkra gullmola þar ,sem Arna ætlar að breyta og bæta. Svo kíktum við á Kaffibarinn og lærðum, fórum heim að elda saman og buðum Önnu K. í mat og tókum svo video :) svaka fínt og sætt sunnudagskvöld hjá okkur stelpunum, kærustuparinu.
Skólinn bíður, dreymdi að ég hefði verið of sein í tíma þannig að best að drífa sig....
Elsa vinkona á afmæli í dag, allir að senda henni sms í genum www.vit.is 698-6982...
mmm,mín bíður harðsoðið egg.
mbk
sigga sæta
mánudagur, október 11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hei, hvað er málið með þetta nýja lúkk á síðunni? mér fannst hitt betra.
Konan þín
æ manstu ég sagði þér að ég hafi verið andavaka í gær... well I had NUTHIN to do...en point taken, þetta verður tekið til endurskoðunar :) karlmaðurinn í sambandinu
Ég hélt að karlmaðurinn væri sá sem flytti til húsgögnin, tengdi græjurnar og ætti skrúfjárnasett...
Skrifa ummæli